
Stofna menningarsjóð í Dölum
Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt tillögu menningarmálanefndar þess efnis að koma á fót sjóði til styrktar menningarmálaverkefnum í Dalabyggð. Menningarmálanefnd sveitarfélagsins mun taka við umsóknum og úthluta úr sjóðnum, sem verður tryggður peningur í fjárhagsáætlun hvers árs, frá og með árinu 2021. Fyrir liggur að semja þarf reglur um hlutverk sjóðsins og úthlutun úr honum og var verkefnastjóra falið að vinna áfram að málinu.