Málþing síðdegis í dag: Brjóstakrabbamein – fordæmalausir tímar

Bleikt málþing um brjóstakrabbamein verður haldið í dag kl. 17:00-18:15 á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Málþinginu verður streymt í streymisveitu Krabbameinsfélagsins og er ekki gert ráð fyrir gestum í hús.

Dagskrá

  1. Setning: Brynja Björk Gunnarsdóttir formaður Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna.
  2. Brjóstakrabbamein og Covid 19 – áhrif og líðan. Ólöf Kristjana Bjarnadóttir krabbameinslæknir á Landspítalanum og Kristín Sigurðardóttir sérfræðingur í hjúkrun í brjóstateymi Landspítala.
  3. Líðan og bjargráð á tímum Covid-19. Þorri Snæbjörnsson sálfræðingur og Lóa Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.
  4. Áttavitinn – ný rannsókn á greiningar- og meðferðarferlinu. Jóhanna Eyrún Torfadóttir, sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu kynnir niðurstöður úr Áttavitanum sem snúa að þátttakendum með brjóstakrabbamein.
  5. Flutningur skimunar og sérskoðana frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins til Landspítalans. Maríanna Garðarsdóttir forstöðumaður Rannsóknaþjónustu Landspítalans.
  6. Umræður. Fundarstjóri: Agnes Smáradóttir krabbameinslæknir.
Líkar þetta

Fleiri fréttir