Forsetar og fleiri mættir á Rökkurdaga

Eins og greint hefur verið frá hófust Rökkurdagar í Grundarfirði í gær. Munu þeir standa yfir í viku og ljúka næstkomandi sunnudag. Meðfylgjandi mynd tók Tómas Freyr Kristjánsson fréttaritari í morgun þegar þær Ágústa og Rut frá Líkamsræktinni mættu út til að stýra æfingum. Við fyrstu sýn er engu líkara en að Donald Trump sjálfur hafi leitt leikfimina, en skýringin var hins vegar sú að þær Ágústa og Rut mættu með forláta grímur þar sem hrekkjavakan er nú á næsta leiti.

Líkar þetta

Fleiri fréttir