Sýnataka vegna Covid-19. Ljósm. kgk.

Fjölgar um tvo í einangrun

Í dag, þriðjudaginn 27. október, eru 20 manns í einangrun á Vesturlandi, tveimur fleiri en voru í gær. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Lögreglunni á Vesturlandi. Flestir eru í einangrun á Akranesi, eða 15, og þar fjölgar um einn á milli daga. Fjórir eru í einangrun í Borgarnesi, einum fleiri en í gær og að lokum er einn í einangrun í Ólafsvík.

Heildarfjöldi fólks í sóttkví í landshlutanum er 72 og breytist ekki milli daga, en breytist þó örlítið milli svæða. Flestir eru í sóttkví á Akranesi, eða 41, en 20 í Borgarnesi, fimm í Búðardal, þrír í Stykkishólmi, tveir í Ólafsvík og einn í Grundarfirði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir