Auðarskóli í Búðardal. Ljósm. úr safni/sm.

Haraldur ráðinn skólastjóri Auðarskóla

Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 15. október síðastliðinn var samþykkt tillaga byggðarráðs þess efnis að ráða Harald Haraldsson sem skólastjóra Auðarskóla þar sem Hlöðver Ingi Gunnarsson hefur sagt starfi sínu lausu. var Hlöðveri þakkað fyrir vel unnin störf við skólann.

Haraldur var valinn úr hópi fimm umsækjenda en hann hefur 30 ára reynslu af starfi skólastjóra. Í tillögu byggðaráðs er ferill Haraldar rakinn en hann var fyrst skólastjóri í Ásgarðsskóla í Kjós auk þess að kenna nemendum 5.-7. bekkjar skólans í sjö ár. Hann var þvínæst skólastjóri Barnaskóla Staðarhrepps á Reykjum í Hrútafirði og kenndi þar sömuleiðis 5.-7. bekk við skólann. Þá var Haraldur skólastjóri við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit í fimm ár og undanfarin sextán ár hefur hann verið skólastjóri Lækjarskóla í Hafnarfirði. Haraldur er með B.ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands, búfræðipróf frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, diploma í opinberri stjórnsýslu og stjórnun frá Háskóla Íslands auk þess að hafa lokið öllum áföngum í MPA námi í Opinberri stjórnsýslu og stjórnun frá Háskóla Íslands.

Líkar þetta

Fleiri fréttir