Ljósm. úr safni/ glh.

Fimmtíu smit í gær

Fimmtíu manns greindust með kórónuveiruna í gær, sunnudaginn 25. október. Af þeim voru 22 í sóttkví við greiningu en 28 utan sóttkvíar. Þrjú smit greindust á landamærunum og beðið er eftir niðurstöðu mótefnamælingar ellefu sýna.

Í dag liggja fimmtíu á Landspítala vegna Covid-19 og þar af þrír á gjörgæslu. Á landsvísu eru 2.468 og hefur fjölgað í þeim hópi um rúmlega 400 manns síðan í gær. 1.030 eru í einangrun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir