Sýnataka vegna Covid-19. Ljósm. kgk.

Átján í einangrun á Vesturlandi

Í dag eru 18 manns í einangrun vegna Covid-19 í landshlutanum, jafn margir og á föstudaginn, samkvæmt tölum sem Lögeglan á Vesturlandi birti rétt í þessu. Af þessum 18 eru langflestir í sóttkví á svæði heilsugæslunnar á Akranesi, eða 14 manns. Þrír eru í sóttkví í Borgarnesi og einn í Ólafsvík.

Nokkuð hefur fjölgað í sóttkví í landshlutanum undanfarna viku, en þó fækkar nokkuð frá því fyrir helgi. Á föstudag voru 82 í sóttkví á Vesturlandi og höfðu þá ekki verið fleiri síðan seint í september, þegar þeir voru rúmlega hundrað á einum tímapunkti.

Í dag eru hins vegar 72 í sóttkví, eða tíu færri en fyrir helgi. Flestir þeirra eru á Akranesi, eða 45 manns, en 16 í Borgarnesi, fimm í Búðardal, þrír í Stykkishólmi, tveir í Ólafsvík og einn í Grundarfirði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir