119 þúsund Íslendingar hafa nýtt ferðagjöfina

Síðastliðinn miðvikudag höfðu 170 þúsund manns sótt ferðagjöf stjórnvalda, fimm þúsund króna styrk til kaupa á einhvers konar ferðaþjónustu. Af þeim höfðu 119 þúsund nýtt ferðagjöfina fyrir alls um 848 milljónir króna. Það samsvarar því að þriðji hver Íslendingu hafi nýtt hana. Flestir hafa nýtt ferðagjöfina til kaupa á gistingu, eða 32%. Í veitingageirann fóru 28%, til kaupa á afþreyingu 27% og til samgangna 12%.

Líkar þetta

Fleiri fréttir