Fjölbrautaskóli Vesturlands. Heimavist nemenda fremst á mynd. Ljósm. mm

Nemendur á heimavist FVA í sóttkví

Covid19-smit kom upp á heimavist Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi síðastliðið föstudagskvöld. Heimavistinni hefur nú verið lokað og nemendur sem þar búa og starfsmenn eru í sóttkví. Næstu skref eru í höndum smitrakningarteymis Landspítalans. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Steinunn Inga Óttarsdóttir skólameistari sendi nemendum. „Ekki er ástæða til ótta og ekki er talin þörf á frekari aðgerðum, samkvæmt samráði við heilbrigðisyfirvöld á Akranesi. Starfsemi skólans heldur áfram óbreytt, þ.e. stjórnendur og annað starfsfólk vinna í teymum, bóknám í fjarkennslu og staðkennsla verður áfram í verknámi í næstu viku í tilgreindum sóttvarnarhólfum og að öllum sóttvarnarreglum viðhöfðum,“ skrifar Steinunn Inga skólameistari til nemenda skólans.

Líkar þetta

Fleiri fréttir