
Varaforsetum ASÍ fjölgað í þrjá
Síðastliðinn miðvikudag fór 44. þing Alþýðusambands Íslands fram. Fyrirkomulagið var óhefðbundið en 300 manns komu saman á fjarfundi. Lögum var breytt í þá veru að varaformenn sambandsins var fjölgað úr tveimur í þrjá. Í kosningu um þetta nýja embætti var aðeins Ragnar Þór Ingólfsson í framboði og var hann því sjálfkjörinn. Ekki bárust nein mótframboð um embætti forseta ASÍ, 1. varaforseta né 2. varaforseta og eru Drífa Snædal, Kristján Þórður Snæbjarnarson og Sólveig Anna Jónsdóttir því sjálfkjörin í þau embætti. Þá voru ellefu einstaklingar, sem kjörnefnd gerði tillögu um, sjálfkjörnir sem aðalmenn í miðstjórn þar sem engin mótframboð bárust.
Miðstjórn ASÍ 2020-2022 verður því þannig skipuð:
ASÍ Drífa Snædal, forseti ASÍ
RSÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson, Félag Rafeindavirkja, 1. varaforseti
SGS Sólveig Anna Jónsdóttir, Efling stéttarfélag, 2. varaforseti
LÍV Ragnar Þór Ingólfsson, VR, 3. varaforseti
SGS Hjördís Þóra Sigþórsdóttir, AFL – starfsgreinafélag
SGS Hörður Guðbrandsson, Verkalýðsfélag Grindavíkur
SSÍ Valmundur Valmundarson, Sjómannafélagið Jötun
Bein aðild Guðmundur Helgi Þórarinsson, Félag vélstjóra og málmtæknimanna
SGS Björn Snæbjörnsson, Eining – Iðja
LÍV Eiður Stefánsson, Félag verslunar og skrifstofufólks Akureyri
SGS Finnbogi Sveinbjörnsson, Verkalýðsfélag Vestfirðinga
SGS Halldóra Sveinsdóttir, Báran – stéttarfélag
Samiðn Hilmar Harðarson, Félag iðn- og tæknigreina
LÍV Harpa Sævarsdóttir, VR
LÍV Helga Ingólfsdóttir, VR