Sýnataka vegna Covid-19. Ljósm. kgk.

Þrjátíu innanlandssmit

Alls greindust 30 manns með kórónuveiruna hér innanlands í gær. Er það mjög sambærilegur fjöldi og daginn áður, þegar 33 greindust. Af þeim sem greindust í gær voru 18 í sóttkví við greiningu, eða 60%. Sex smit greindust á landamærunum, eitt virkt smit en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar í fimm tilvikum.

Samkvæmt uppfærðum tölum á Covid.is liggja nú 18 manns á sjúkrahúsi vegna kórónuveirunnar, þar af þrír á gjörgæslu.

Á landsvísu eru nú 1.110 manns í einangrun, samanborið við 1.159 í gær. Í dag eru 2.452 í sóttkví, tíu fleiri en í gær.

Nýgegngi lækkar

Nýgengi innanlandssmita, sem er fjöldi smitaðra á hverja 100 þús. íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 230,7 og lækkar frá því í gær, þegar það var 248,7.

Nýgengið hefur lækkað undanfarna viku, en það var 291,5 þegar það var hæst laugardaginn 17. október síðastliðinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir