Í Hvalfjarðargöngum. Ljósm. Vegagerðin.

Kantljósin komin upp í göngunum

Uppsetningu kantljósa í Hvalfjarðargöngum er lokið og verður gerð lokaúttekt á þeim í næstu viku. Um er að ræða LED-ljós sem sett voru upp með 25 metra millibili ofan á steyptri vegöxl, rétt fyrir ofan kantstein gangann, samtals 506 ljós.

Það var fyrirtækið Orkuvirki ehf. sem annaðist framkvæmdina ásamt undirverktakanum Sagtækni ehf., eins og áður hefur verið greint frá í Skessuhorni. „Kantljós eru tákn nýrra tíma og er að finna í flestum nýjum jarðgöngum,“ segir í frétt á vef Vegagerðarinnar, en þau munu leysa gömlu góðu vegstikurnar af hólmi. „LED-ljósin hafa gefið góða raun og koma í stað vegstika. Þetta sparar bæði tíma og fyrirhöfn því þrífa þarf vegstikur mánaðarlega með sérstökum vélum í göngunum. Ljósin bæta einnig öryggi og gagnast líka sem rýmingarlýsing ef reykur kemur í göngin,“ segir á vef Vegagerðarinnar.

Göngin voru þrifin í nótt, aðfaranótt föstudags, og að svo búnu voru vegstikurnar fjarlægðar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.