Ljósm. úr safni/ kgk.

Fjölgar lítillega í sóttkví

Í dag, föstudaginn 23. október, eru 18 í einangrun með Covid-19 á Vesturlandi, samkvæmt nýjum tölum frá lögreglunni. Eru það jafnmargir og í gær. Nær allir sem sæta einangrun í landshlutanum eru á svæði heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi, eða 16 af 18. Einn er í einangrun í Borgarnesi og einn í Ólafsvík.

Samtals 69 eru í sóttkví í landshlutanum, eða níu fleiri en voru í gær. Flestir á Akranesi eða 48 manns, en 19 í Borgarnesi, einn í Ólafsvík og einn í Stykkishólmi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir