Brotist inn á veitingastað í Búðardal

Síðastliðna nótt var brotist inn í veitingastaðinn Veiðistaðinn í Búðardal. Skemmdir eru á útihurð þar sem tilraun hefur verið gerð til að spenna upp hurðina ásamt því að ná gleri úr hurð. Það bar ekki árangur og ljóst að sá eða þeir sem þarna voru á ferð hafa náð að brjóta sér leið í gegnum hlera sem settur hafði verið fyrir glugga á húsinu. Samkvæmt heimildum Skessuhorns var peningum stolið. Lögreglan á Vesturlandi rannsakar málið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir