Eiríkur J Ingólfsson og Ottó Ólafsson hjá EJI ehf. Ljósm. mm

Verkefnastaðan sjaldan verið betri hjá Eiríki J Ingólfssyni ehf.

Það er í mörg horn að líta hjá byggingafyrirtækinu Eiríki J Ingólfssyni ehf. í Borgarnesi. Verkefni fyrirtækisins eru víða um héraðið en einnig á Suðurlandi þar sem til stendur að byggja hátækni sumarbústað fyrir hreyfihamlaða, þar sem notendur hússins geta farið um það og stýrt ýmsum búnaði með appi í símunum sínum. Undanfarin ár hefur stærsta verkefni EJI ehf. þó verið stækkun og breytingar á Grunnskóla Borgarness en nú líður að lokum þess verkefnis, einungis lóðafrágangur eftir. Þá er sömuleiðis verið að ljúka byggingu nýs leikskóla á Kleppjárnsreykjum og þar er einungis lóðavinnu ólokið. En þrátt fyrir að þessum stóru verkefnum sé að ljúka er næg vinna framundan, að sögn Eiríks J Ingólfssonar byggingameistara. Þrátt fyrir að vera fæddur á tíma danskra yfirráða á fyrri hluta lýðveldisársins er engan bilbug á Eiríki að finna. „Ég ætla að vinna við fyrirtækið mitt áfram meðan mér finnst það skemmtilegt og heilsan er góð.“ Blaðamaður Skessuhorns hitti að máli Eirík og aðstoðarmann hans Ottó Ólafsson byggingaiðnfræðing á verkstæðinu við Sólbakka í Borgarnesi. Spurt er m.a. um verkefnin framundan.

„Nú erum við að mestu búin með stóru verkefnin sem hafa verið í gangi, það er skólana hér í Borgarnesi og leikskólann á Kleppjárnsreykjum. Engu að síður er mikið framundan. Verkefnastaðan er þannig að við getum hæglega haldið öllum þeim þrjátíu starfsmönnum sem hér eru út næsta ár án þess að neitt bætist við,“ segir Eiríkur.

Sjá nánar viðtal við Eirík í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir