-segir Hörður Ægisson blaðamaður og ritstjóri Markaðarins Vegna áhrifa kórónuveirunnar blasir nú við ein mesta efnahagslægð síðan í kreppunni miklu og mun verri en alþjóðlega fjármálakreppan fyrir um tíu árum. Til skemmri tíma eru afleiðingarnar hrun í ferðaþjónustu og samdráttur í einkaneyslu sem hefur víðtæk áhrif á fjölda atvinnugreina og þar er alvarlegasta afleiðingin atvinnuleysi. Almenningur er uggandi og fylgist náið með fréttaflutningi um framvindu mála og því reynir meira á fréttamenn og fréttaskýrendur en oft áður. Þeirra á meðal eru blaðamenn viðskiptablaða sem greina ástandið og birta viðtöl við áhrifafólk í atvinnulífi og stjórnendur landsins um viðspyrnuna sem nauðsynleg er. Skagamaðurinn Hörður Ægisson, ritsjóri Markaðarins - viðskiptablaðs Fréttablaðsins, er í hópi reyndustu viðskiptablaðamanna landsins. Hefur hann ásamt samstarfsfélögum sínum á Markaðnum m.a. fjallað ítarlega um núverandi ástand. En okkur lék forvitni á að vita hvenær áhugi Harðar vaknaði á blaðamennsku og þá sér í lagi viðskiptablaðamennsku. Fetaði menntaveginn „Litið til baka er kannski ekki óvænt að ég hafi endað í blaðamennsku. Ég var farinn að lesa blöðin mjög ungur að árum og var ávallt áhugasamur um fréttir og þjóðmál almennt. Eftir að ég hóf nám í framhaldsskóla á hagfræðibraut í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi jókst áhuginn enn frekar og ég fór þá að fylgjast meira með efnahagsmálum og lesa mér til um hagfræði og stjórnmál." Sjá nánar viðtal við Hörð í Skessuhorni vikunnar.