Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir í vinnslu Grímsstaðakjets. Ljósm. mm.

Starfsleyfi komið og vinnsla hafin í Grímsstaðakjeti

Nýtt kjötvinnslufyrirtæki, Grímsstaðakjet ehf., fékk starfsleyfi sitt afhent í síðasta mánuði og er starfsemi hafin í húsinu. Það eru bændurnir Hörður Guðmundsson og Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir á Grímsstöðum í Reykholtsdal sem hafa undanfarin tvö ár undirbúið stofnun fyrirtækisins og reka það.

Þau eru sauðfjárbændur á Grímsstöðum og hafa átt þann draum að geta aukið verðmæti framleiðslunnar með fullvinnslu afurða og sölu beint frá bónda. „Starfsleyfi okkar í fyrstu er bundið við kjöt frá okkar býli og sölu á því. Það kjöt sem við vinnum hér heima kemur af lömbum, ám og folöldum sem við látum slátra fyrir okkur í Sláturhúsi Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu að aðrir geti leigt aðstöðuna en það byggir á því að viðkomandi hafi gæðahandbók yfir vottaða framleiðslu á eigin vörum. Núna í framhaldinu munum við svo sækja um leyfi til áframvinnslu á kjötinu okkar, en sérstakt leyfi þarf fyrir hvern vöruflokk hvort sem við ætlum að salta, reykja eða krydda kjötið. Þá er einnig draumur okkar að fá leyfi til að reka hér löggilt vinnslueldhús,“ segir Jóhanna Sjöfn í samtali við Skessuhorn. Slíkt leyfi myndi auka möguleika á nýtingu húsnæðisins til muna.

Blaðamaður leit við í vinnslunni hjá Jóhönnu Sjöfn síðastliðinn föstudag, en þá var hún að saga og pakka lambakjöti sem pantað hefur verið hjá þeim af nýslátruðu í haust.

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Banaslys við Akranes

Laust fyrir klukkan 21 í gær voru viðbragðsaðilar; lögregla auk björgunarsveita á Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði kallaðar út með hæsta... Lesa meira