Ljósm. úr safni.

Sláturtíðin gengið vel

„Er þér sama þó ég vakúmpakki kjöti á meðan við tölum saman,“ spyr Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, gæðastýra Sláturhúss Vesturlands, eftir að síminn hringir hjá henni um kaffileytið á mánudaginn. Sá er þetta ritar er hinum megin á línunni og svarar vitaskuld játandi. Hann spyr fregna frá haustslátruninni í litla sláturhúsinu í Brákarey í Borgarnesi, sem er það eina í landshlutanum. Anna Dröfn segir sláturtíðina hafa gengið afar vel það sem af er. „Við erum að detta í tæpa þrettánhundruð gripi á þessari haustvertíð og viðtökurnar hafa verið frábærar hjá bændum,“ segir hún.

Gripirnir þrettánhundruð sem slátrað hefur verið í Borgarnesi eru aðallega sauðfé. Slátrað er þrjá daga vikunnar, en sagað, úrbeinað, pakkað og síðan afhent hina dagana. Anna Dröfn á von á því að haustvertíðin standi út þennan mánuð og örlítið lengur en það. „Við ætlum að slátra sauðfé fram í nóvember eins og aðsókn krefur, en síðan færum við okkur aftur yfir í stórgripina, naut og hross,“ segir hún, en þeim verður slátrað eftir pöntunum.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Banaslys við Akranes

Laust fyrir klukkan 21 í gær voru viðbragðsaðilar; lögregla auk björgunarsveita á Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði kallaðar út með hæsta... Lesa meira