2. október 2021
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands

Fréttaveita Vesturlands

StyrkjaGerast áskrifandi
StyrkjaGerast áskrifandi
  • Fréttir
  • Veröld
  • Aðsendar greinar
  • Viðburðir
  • Nýjasta blaðið
Atvinnulíf22.10.2020 06:00
Ljósm. úr safni.

Sláturtíðin gengið vel

08.02.2023 06:01

Segir ömurlegt að þurfa að ströggla við að leita réttar síns

Lesa meira

07.02.2023 15:38

Sigrún fórnar hárinu síðdegis á morgun safnist milljón

Lesa meira

07.02.2023 15:02

Þóra Arnórsdóttir til Landsvirkjunar

Lesa meira

07.02.2023 14:04

Níu manna sérfræðihópur til hjálparstarfs í Tyrklandi

Lesa meira

07.02.2023 13:42

Tvö í framboði til formanns VR

Lesa meira

07.02.2023 12:13

Stjórn SSV skorar á yfirstjórn RÚV

Lesa meira

Hleð...
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands
Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 Garðabraut 2a 300 Akranes Sími 433 5500 Ritstjórn: skessuhorn@skessuhorn.is
  • Senda inn efni
  • Nýburar
  • Auglýsingar
  • Starfsfólk
  • Fyrirtækið
  • Nýjasta blaðið
Facebook
Instagram
Twitter
LinkedIn

© 2017–2023 Allur réttur áskilinn Skessuhorn.

„Er þér sama þó ég vakúmpakki kjöti á meðan við tölum saman,“ spyr Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, gæðastýra Sláturhúss Vesturlands, eftir að síminn hringir hjá henni um kaffileytið á mánudaginn. Sá er þetta ritar er hinum megin á línunni og svarar vitaskuld játandi. Hann spyr fregna frá haustslátruninni í litla sláturhúsinu í Brákarey í Borgarnesi, sem er það eina í landshlutanum. Anna Dröfn segir sláturtíðina hafa gengið afar vel það sem af er. „Við erum að detta í tæpa þrettánhundruð gripi á þessari haustvertíð og viðtökurnar hafa verið frábærar hjá bændum,“ segir hún. Gripirnir þrettánhundruð sem slátrað hefur verið í Borgarnesi eru aðallega sauðfé. Slátrað er þrjá daga vikunnar, en sagað, úrbeinað, pakkað og síðan afhent hina dagana. Anna Dröfn á von á því að haustvertíðin standi út þennan mánuð og örlítið lengur en það. „Við ætlum að slátra sauðfé fram í nóvember eins og aðsókn krefur, en síðan færum við okkur aftur yfir í stórgripina, naut og hross,“ segir hún, en þeim verður slátrað eftir pöntunum. Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.