Ljósm. úr safni/ glh.

Fjölgar mikið í sóttkví á Vesturlandi

Verulega hefur fjölgað í hópi þeirra sem sæta sóttkví vegna Covid-19 á Vesturlandi síðan í gær. Í dag eru þeir 60 talsins í landshlutanum öllum, en voru 32 í gær.

Flestir eru í sóttkví á svæði heilsugæslunnar á Akranesi, eða 38 og fjölgar þar um 25 milli daga. Næstflestir eru í Borgarnesi, 20 talsins og fjölgar um tvo milli daga. Að auki er einn í sóttkví í Stykkishólmi, en var enginn í gær og einn sætir sóttkví í Ólafsvík. Enginn er í sóttkví í Búðardal eða Grundarfirði.

Í dag eru 19 manns í einangrun með Covid-19 á Vesturlandi, einum fleiri en í gær. Flestir á Akranesi eða 16 talsins þar sem smituðum fjölgar um einn. Einn er smitaður í Borgarnesi og einn í Ólafsvík.

Tveir hafa lokið einangrun í landshlutanum frá því í gær; einn í Stykkishólmi og einn í Grundarfirði og þar sæta engir einangrun eins og staðan er í dag. Sömu sögu er að segja af svæði heilsugæslunnar í Búðardal, þar sem enginn er í einangrun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir