Straumlaust í Stafholtstungum um tíma á morgun

Rafmagnslaust verður í Stafholtstungum í Borgarfirði og að Kljáfossi í Hvítá á morgun, fimmtudaginn 22. október frá klukkan 13:00 til kl 17:00. Straumrof er vegna nýtenginga, en unnið er við þrífösun rafmagns á svæðinu. „Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar,“ segir í tilkynningu frá Rarik.

Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt Rarik á Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Hyggst framlengja ferðagjöf

Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir, ferðamálamálaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn frumvarp um framlengingu á lögum um ferðagjöf. Með breytingunni verður gildistími... Lesa meira