Gamla Kaupfélagið. Ljósm. úr safni.

Loka afgreiðslunni vegna smits

Starfsmaður sem vann hluta úr mánudegi á veitingastaðnum Gamla Kaupfélaginu á Akranesi hefur greinst með Covid-19. Aðstandendum veitingastaðarins var greint frá þessu á þriðjudagskvöld og rituðu þeir tilkynningu á Facebook-síðu staðarins þar sem þeir upplýsa um málið. Vegna smitsins er meirihluti starfsmanna Gamla Kaupfélagsins kominn í sóttkví, en verið er að gera ráðstafanir til reyna að halda hluta af starfsemi veitingastaðarins úti.

Í tilkynningunni er fullyrt að viðskiptavinir sem hafa skipt við Gamla Kaupfélagið síðustu daga þurfi ekki að hafa áhyggjur, þar sem öllum sóttvarnarreglum er snúa að matseld og afgreiðslu veitinga hafi verið virtar. „Út frá þessu mun starfsemi okkar vera skert og munum við einungis sinna bakkamat til fyrirtækja út þessa viku a.m.k.,“ segir í tilkynningu Gamla Kaupfélagsins. Þá verður afgreiðsla Caliber lokuð út vikuna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir