Frímann Jónsson við stýrishúsið á Skipaskaga. Ljósm./ frg.

„Ekkert mál að halda fólki uppteknu heilan dag og „aksjón“ allan tímann“

Á stóru bryggjunni á Akranesi stendur björgunarskipið Skipaskagi sem verið er að breyta í hvalaskoðunar- og sjóstangveiðiskip. Nýlega festi Frímann Jónsson kaup á skipinu og vinnur nú að breytingum á því. Skipaskagi, sem áður hefur gengið undir nöfnunum Oddur V. Gíslason, Hannes Þ. Hafstein, Jón Oddgeir og Valur, er afar traustbyggt skip, í góðu ástandi og vel við haldið, að sögn Frímanns.

Skipið var gríðarvel tækjum búið enda hugsað sem björgunarmiðstöð með mikla dráttargetu, fullkominn fjarskipta- og miðunarbúnað og öflugan slökkvibúnað. Sæti fyrir áhöfnina voru búin öryggisbeltum enda skipið hannað fyrir öll veður og að til að rétta sig við þó því hvolfi. Frímann hefur nú fjarlægt mest af búnaði til björgunar og vinnur að því að gera skipið þannig úr garði að það henti sem hvalaskoðunar- og sjóstangveiðiskip. Jafnframt er verið að smíða lokuð og skjólgóð rekkverk allan hringinn með handlistum svo betur fari um farþega.

Rætt er við Frímann í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir