Bílvelta á Vesturlandsvegi

Bílvelta varð á Vesturlandsvegi laust fyrir kl. 1:30 aðfararnótt fimmtudags. Ökumaður á norðurleið missti stjórn á bifreið sinni í lausamöl með þeim afleiðingum að bifreiðin rann út af veginum vinstra megin og valt. Lögreglumenn í Borgarnesi fóru á vettvang.

Ökumaðurinn kenndi sér eymsla víða um líkamann og var fluttur til læknis með sjúkrabíl. Bifreiðin er talsvert skemmd eftir veltuna. Skráningarnúmer hennar voru fjarlægð og þurfti krana til að koma henni af vettvangi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir