Frá Borgarnesi. Ljósm. úr safni.

Alvarleg líkamsárás í Borgarnesi

Lögreglan á Vesturlandi hefur til rannsóknar alvarlega líkamsárás sem framin var í Borgarnesi á mánudaginn. Voru bæði meintur árásamaður og þolandi fluttir á sjúkrahús, þar sem þeir liggja enn. Mbl.is greinir frá. Maðurinn sem varð fyrir árásinni er á sextugsaldri og hlaut alvarlega áverka. Meintur árásarmaður hlaut alvarlega áverka sömuleiðis. Voru þeir því báðir fluttir á sjúkrahús, en þurftu þó ekki á gjörgæslumeðferð að halda, að því er fram kemur í frétt mbl.is.

Haft er eftir Jóni S. Ólasyni, yfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni á Vesturlandi, að rannsókn málsins sé á afar viðkvæmu stigi og að ekki verði veittar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu, enda rannsókn þess í fullum gangi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir