Ljósm. úr safni/ glh.

Tvöfalt fleiri í sóttkví á Vesturlandi en í gær

Fjöldi þeirra sem sæta sóttkví á Vesturlandi tvöfaldaðist milli daga. Á mánudag voru 16 í sóttkví í landshlutanum en er nú orðnir 32. Allir 16 sem bættust við sæta sóttkví í Borgarnesi. Þar eru nú 17 manns í sóttkví, en enginn í einangrun. Á Akranesi eru 14 í sóttkví  og einn í Ólafsvík.

Alls eru 16 manns í einangrun með Covid-19 á Vesturlandi í dag, jafn margir og í gær. Af þessum 16 eru 13 í einangrun á svæði heilsugæslunnar á Akranesi, tveir í Grundarfirði og einn í Stykkishólmi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir