Upptök skjálftans voru fjóra km vestan við Krýsuvík.

Stór jarðskjálfti fannst víða

Jarðskjálfti að stærðinni 5,7 á Richterkvarða varð um fjóra kílómetra vestur af Krýsuvík á Reykjanesi kl. 13:43 núna rétt áðan.

Skjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu. Vel fannst fyrir skjálftanum á Akranesi, þar sem meðal annars hristust bílar á bílastæðinu fyrir utan skrifstofu Skessuhorns. Þá hefur blaðið einnig heimildir fyrir því að fundist hafi fyrir skjálftanum í uppsveitum Borgarfjarðar og í Stykkishólmi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir