Skjámynd af ISMN síðu um hvalasporða.

Hvalasporðaspjaldskrá Hafró uppfærð

Hafrannsóknastofnun greinir frá því að spjaldskrá yfir sporða hnúfubaka hafi verið uppfærð og jafnframt gerð aðgengileg almenningi á vef stofnunarinnar til þess að miðla upplýsingum um hnúfubaka hér á landi og víðar.

Hnúfubökum er skipt í sjö hópa eftir yfirborði sporðblöðkunnar en mynstur á neðra borði er notað til þess að bera kennsl á einstaka hvali, eins konar kennitala hvalsins. Myndunum hefur verið safnað á ýmsan hátt; myndir vísindamanna úr leiðöngrum, myndir frá innlendum og erlendum samstarfsmönnum, myndir starfsmanna á eigin vegum og í ferðum hvalaskoðunarfyrirtækja, áhugasamra sjómanna og fjölda ferðamanna. Einstaklingar geta sent in sporðamyndir í gegnum vefgátt Hafró.

Þeir hvalir sem hafa verið greindir fara einnig í Norður-Atlantshafs gagnagrunn. Þetta samstarf eykur þekkingu á ferðum hnúfubaka um Norður-Atlantshaf. Alls hafa 33 einstakir hvalir sést hér við land sem hafa einnig sést annars staðar við Norður-Atlantshafið. Gögn sem safnast gera það kleift að fylgjast með því sem gerist í hafinu umhverfis Ísland og til þess að gefa innsýn í lifnaðarhætti hnúfubaksins.

Hafró bendir þeim sem vilja leggja sitt af mörkum til spjaldskrárinnar eða tengdra verkefna að hafa samband við Valerie á netfangið valerie@hafogvatn.is. Hafró óskar einnig sérstaklega eftir háhyrningamyndum en fjölþættar rannsóknir á háhyrningum fara fram við Háskólasetrið í Vestmannaeyjum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.