Ljósm. úr safni/ kgk.

62 innanlandssmit í gær

Alls greindust 62 með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim voru 29 í sóttkví við greiningu, sem er nokkuð lægra hlutfall en verið hefur síðustu daga.

Alls eru nú 25 á sjúkrahúsi hérlendis vegna Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu.

Átta smit greindust á landamærunum og er niðurstöðu mótefnamælingar beðið í þremur tilvikum. Alls greindust fimm með virk smit við seinni landamæraskimun.

Nú eru 1.252 í einangrun og hefur fjölgað um 18 síðan í gær. Þá eru 2.375 í sóttkví en hefur fækkað um rúmlega 500 milli daga.

Líkar þetta

Fleiri fréttir