Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynntu á föstudaginn fyrirhugaðar aðgerðir. Ljósm. Stjórnarráðið.

Kynntu aðgerðir til stuðnings menningarstarfsemi

Forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra kynntu á föstudaginn, ásamt fulltrúum Bandalags háskólamanna og Bandalags íslenskra listamanna, tíu stuðningsaðgerðir stjórnvalda fyrir listir og menningu á tímum Covid-19. Aðgerðirnar miða að því að bæta stöðu starfandi listamanna og menningartengdra fyrirtækja. Liður í þeim eru tekjufallsstyrkir sem einyrkjar og smærri rekstraraðilar munu geta sótt um en ráðgert er að heildarfjármunir sem varið verður til slíks stuðnings úr ríkissjóði geti numið rúmum 14 milljörðum króna.

Meðal aðgerða sem kynntar voru má nefna að sjálfstætt starfandi listamenn og menningartengd fyrirtæki geta sótt um rekstrarstyrki til að mæta tekjusamdrætti vegna kórónaveirunnar. Boðuð er tímabundin hækkun starfslauna og styrkja fyrir árið 2021 og tímamörk verkefnastyrkja til menningarmála verða framlengd. Ráðist verður í vitundarvakningu um mikilvægi lista og menningar á Íslandi. Þá verður stofnuð Sviðslistamiðstöð og Tónlistarmiðstöð. Loks mun menntamálaráðuneytið halda áfram að kanna og kortleggja, í samvinnu við BÍL og BHM, aðstæður þeirra hópa listamanna sem til þessa hafa ekki geta nýtt sér stuðningsúrræði stjórnvalda.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira