Upplýsingaskilti sem segir götuna lokaða fyrir umferð. Ljósm. frg.

Faxabraut lokað

Akraneskaupstaður tilkynnir á vefsíðu sinni að vegna framkvæmda á Faxabrautinni muni henni verða lokað á hádegi í dag, 19. október, fyrir allri umferð og verður henni nú beint um bráðabirgðaveg sem lagður hefur verið nokkru ofar í Sementsreitinn. Í tilkynningunni segir: „Þegar Faxabraut er lokað fyrir umferð á það einnig við um umferð gangandi- og hjólandi vegfarenda. Öll umferð gangandi- og hjólandi vegfarenda verður bönnuð um svæðið. Austan við svæðið er hjáleið um Jaðarsbraut fyrir gangandi- og hjólandi umferð og vestan við er lokað móts við stíg sem liggur frá Faxabraut að Mánabraut, hjáleið er um stíginn. Umferð gangandi- og hjólandi vegfarenda er bönnuð um bráðabirgðaveg. Engin götulýsing verður á bráðabirgðavegi og er hann eingöngu fyrir umferð ökutækja.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir