
42 innanlandssmit
Alls greindust 42 með kórónaveiruna hér innanlands í gær, sunnudaginn 18. október. Af þeim voru 31 í sóttkví við greiningu. Í dag eru 27 á sjúkrahúsi með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu.
22 smit greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðum mótefnamælingar í 19 tilvikum. Þrjú virk smit greindust í seinni landamæraskimun.
Nú eru 1.234 í einangrun með Covid-19 hér á landi og hefur fækkað um sex frá í gær. Nú eru 2.878 í sóttkví, en voru 2.780 í gær.
Nýgengi innanlandssmita, það er fjöldi smitaðra á hverja 100 þús. íbúa síðustu tvær vikur, er nú 287,7 og lækkar lítillega frá því í gær. Nú hafa 4.101 greinst með kórónuveirusmit frá upphafi faraldursins. Af þeim sem hafa veikst eru ellefu látnir.