Sýni tekið. Ljósm. úr safni/ kgk.

Dregur úr smitum víðast hvar – fjölgun á Akranesi

Samkvæmt tilkynningu Lögreglunnar á Vesturlandi nú rétt í þessu fjölgar smituðum af Covid-19 á svæði Heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi frá því fyrir helgi. Þeir eru nú þrettán sem eru í einangrun, en voru tíu fyrir helgi. Fimmtán manns eru í sóttkví á starfssvæði HVE á Akranesi. Þá eru tveir á svæði heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi smitaðir og í einangrun og þrír eru í sóttkví. Tveir eru í einangrun í Grundarfirði og enginn í sóttkví. Í Stykkishólmi er einungis einn í einangrun og enginn í sóttkví. Í Ólafsvík er einn í sóttkví og enginn í einangrun. Á svæði heilsugæslunnar í Búðardal er enginn í sóttkví né einangrun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir