Slökkviliðsbíll. Ljósm. úr safni.

Eldsvoði í Borgarfirði

Slökkvilið Borgarbyggðar var klukkan 17:37 í dag kallað út vegna elds í íbúðarhúsi á bæ í Hálsasveit í Borgarfirði. Slökkvilið frá öllum starfsstöðvum liðsins var sent á vettvang auk þess sem kallaður var til liðsauki frá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Slökkvistarf hefur gengið vel og búist við að því ljúki fyrir miðnætti. Að sögn Bjarna Kr. Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra verður vettvangur brunans í framhaldi af því afhentur lögreglu til rannsóknar. Nánari upplýsinga er ekki að vænta fyrr en á morgun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir