Októberúthlutun Mæðrastyrksnefndar Akraness í næstu viku

Mæðrastyrksnefnd á Akranesi úthlutar næst miðvikudaginn 21. október, þ.e. í næstu viku. „Vegna Covid-19 höfum við þann hátt á að leggja inn hjá umsækjendum. Einnig þurfa þeir sem sóttu um fyrir síðustu jól og í september ekki að skila inn gögnum núna. Nýir umsækjendur þurfa að skila inn búsetuvottorði og staðgreiðsluskrá og geta skilað því rafrænt á netfangið maedrastyrkurakranes@gmail.com  eða sett gögnin inn um lúguna í húsi rauða krossins við Skóabraut 25a,“ segir í tilkynningu. „Mikilvægt er að sækja um símlega eða á netfanginu okkar, ekki á facebook, það auðveldar okkur vinnuna. Tekið er á móti umsóknum alla virka daga á millli kl. 11 og 13 í síma 859-3000 (María) og í 859-3200 (Svanborg)

Líkar þetta

Fleiri fréttir