Vegafé. Ljósm. úr safni.

Lausaganga hættuleg

Óvenju mikið hefur borið á lausagöngu búfjár í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi undanfarið. Hefur lögreglu borist fjöldi tilkynninga um slíkt síðustu vikurnar. Sérstaklega segir lögregla lausagöngu stórgripa vera alvarlegt mál, þó öll lausaganga búfjár geti skapað hættu á vegum, sérstaklega núna þegar orðið er dimmt á kvöldin. Í síðustu viku hafði ökumaður einn samband við lögreglu og greindi frá því að hann hefði nánast ekið inn í hrossastóð á ferð sinni um Snæfellsnes. Einnig var tvisvar haft samband við lögreglu í vikunni og greint frá lausum hestum á Vesturlandsvegi. Að sögn verður haft samband við hrossabændur á næstunni og þeir beðnir að gæta að því að hestarnir sleppi ekki úr girðingum og út á þjóðvegina.

Líkar þetta

Fleiri fréttir