Fimmtán í einangrun á Vesturlandi

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi eru nú fimmtán í einangrun í landshlutanum og hefur þeim farið fækkandi undanfarna daga. Nú eru tíu veikir á Akranesi, fjórir í Grundarfirði og einn í Stykkishólmi. Auk þess eru þrír í sóttkví í Stykkishólmi, tveir í Borgarnesi/Borgarfirði og sextán á Akranesi. Á svæði heilsugæslustöðvanna í Búðardal og Ólafsvík eru engir í sóttkví eða einangrun í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir