Katrín Gísladóttir í Rifssaumi. Ljósm. þa.

Stefnir að lokun Rifssaums

Rifssaumur í Ólafsvík er í eigu Katrínar Gísladóttur og hefur hún rekið fyrirtækið í ríflega tólf ár. Í verslun sinni selur Katrín garn ásamt flestu sem fylgir prjónaskap. Hún hefur einnig merkt handklæði, sængurföt og ýmislegt fleira ásamt því að bjóða til sölu ýmsa smávöru sem og handverk sem unnið er af heimafólki.

Verslunin var stofnuð árið 2008 þegar Katrín fór að selja garn í húsnæði sínu í Rifi. Fyrir þann tíma var hún eingöngu að merkja. Smám saman vatt þetta svo upp á sig og fyrir hálfu þriðja ári flutti hún verslunina til Ólafsvíkur. Fréttaritari kíkti á Katrínu þar sem heyrst hafði að hún ætlaði að loka versluninni. „Já, þessa ákvörðun tók ég á dögunum og hún var alls ekki auðveld, en ég hef verið að hugsa þetta í dálítinn tíma.“ Ástæðuna fyrir lokuninni segir Katrín vera breytta viðskiptahætti. „Það hefur alltaf gengið vel og verið mjög gaman, ég hef verið að hitta margt fólk og notið þess að vera hér og sinna viðskiptavinum mínum. En nú er kominn tími til að loka og mun ég gera það um áramótin.“ Vissulega verður sjónarsviptir af Rifssaumi enda hefur Katrín þjónað handavinnufólki dyggilega þessi ár. Nú er því spurning hvort einhver vilji taki við keflinu og hafa samband við Katrínu og falast eftir rekstrinum?

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira