Fjölskyldan; Nanna, Jóhannes og Helena í Laugardalnum.

Forritaði vefsíðu sem hjálpar prjónafólki með algenga útreikninga

Borgnesingurinn Nanna Einarsdóttir er rafmagnsverkfræðingur að mennt, en er einnig prjónakona. Á meðan samkomubannið var í vor forritaði Nanna vefinn lykkjustund.is. Um er að ræða reiknivél sem Nanna forritaði til að aðstoða prjónafólk með algenga útreikninga tengda prjónaskapnum. Nafn síðunnar kemur frá máltækinu „Drjúg er lykkjustundin“ en það er einmitt tilgangurinn með síðunni – að drýgja lykkjustund hins almenna prjónara með því að minnka tímann sem fer í útreikninga og undirbúning og auka tímann við prjónið sjálft.

Nánar er rætt við Nönnu í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir