Ljósm. úr safni/ glh.

81 smit í gær

Alls greindist 81 með kórónuveiruna innanlands í gær, skv. uppfærðum tölum á covid.is. Af þeim voru aðeins 16 utan sóttkvíar. Alls eru nú 1.170 í einangrun með veiruna og hafa aldrei verið fleiri. 26 liggja á spítala, þrír á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. 3.035 manns eru í sóttkví.

18 smit greindust á landamærunum, en beðið er eftir niðurstöðu mótefnamælingar. Um er að ræða stóran hjóp sem var á ferðalagi erlendis en er búsettur á Íslandi. Fleiri gætu því átt eftir að greinast. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna að þetta sýndi mikilvægi þess að skima á landamærunum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir