Jarðvegsskiptum er nú lokið og búið að koma sökklum fyrir undir húsið í Lækjarflóa. Ljósm. frg.

Starfsstöð Veitna í byggingu við Lækjarflóa á Akranesi

Framkvæmdir við nýja húsbyggingu Veitna við Lækjarflóa á Akranesi ganga vel. Húsbyggingin sem um ræðir mun hýsa nýja starfsstöð Veitna á Vesturlandi og er hún hluti af svokölluðum viðspyrnuverkefnum fyrirtækisins. „Á stjórnarfundi Veitna 8. apríl síðastliðinn voru samþykktar aðgerðir til að bregðast við þeim afleiðingum sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á atvinnulíf landsins. Veitur ætla að sýna samfélagslega ábyrgð í verki og auka fjárfestingar í mannaflsfrekum verkefnum á starfssvæði sínu með það að leiðarljósi að viðhalda atvinnustigi í landinu eins og kostur er. Samþykkt var að auka fjárfestingar Veitna um samtals tvo milljarða króna á árinu 2020 og um allt að fjóra milljarða króna 2021 og af því fara um 640 milljónir í verkefni á Akranesi, þ.e. í húsbygginguna og einnig er í bígerð að taka upp nýtt vatnsból. Það er ánægjulegt að það skuli hafa verið verktaki á Akranesi sem varð hlutskarpastur í opnu útboði auk þess sem einingar hússins eru keyptar af BM Vallá í bænum,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir upplýsingafulltrúi Veitna í samtali við Skessuhorn.

Byggingin sem um ræðir mun hýsa starfsfólk Veitna en sem kunnugt er fannst mygla í gömlu starfsstöðinni auk þess sem búið er að breyta skipulagi svæðisins Dalbrautar, þar sem hún stendur, þannig að iðnaður á að víkja fyrir íbúðabyggð.

Nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir