Sólveg Sigurðardóttir er nýr félagsmálastjóri Hvalfjarðarsveitar.

Hvalfjarðarsveit hefur ráðið eigin félagsmálafulltrúa

Hún er rótgróin Skagamær sem á rætur að rekja til Hvalfjarðarsveitar. Eftir tæplega sex ára dvöl í Svíþjóð er Sólveig Sigurðardóttir snúin aftur heim til Íslands, nú sem nýr félagsmálastjóri Hvalfjarðarsveitar. Sólveig hefur mikla reynslu af störfum í félagsþjónustu og barnavernd. Hún er með MA próf í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og hefur starfað í barnavernd og félagsþjónustu sveitarfélaga á Íslandi og í barnavernd og fjölskyldurétti í Svíþjóð. Sólveig hóf störf hjá Hvalfjarðarsveit 23. september síðastliðinn og segir hún verkefnin á nýja staðnum fara vel af stað. Hvalfjarðarsveit hafði, eins og fram hefur komið í Skessuhorni, ákveðið að endurnýja ekki samning um félagsþjónustu og barnavernd við Akraneskaupstað, auk málefna fatlaðs fólks. Sólveig er því að móta nýtt starf í sveitinni ef svo má segja.

Sjá ítarlegt viðtal við Sólveigu Sigurðardóttur í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira