Holufylla og yfirfara vegstikur

Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa nýtt góða veðrið að undanförnu til að skipta um þær stikur sem eru óhreinar eða glitið farið af og rétta við skakkar stikur. Um 13 þúsund vegstikur eru á svæði Vegagerðarinnar á Snæfellsnesi, sem fylgjast þarf með enda mikilvægt að þær sjáist vel þegar skammdegið færist yfir. Þetta eru þó ekki einu verkin sem unnið er að þessa dagana því einnig er verið að holufylla vegi og huga að ýmsu áður en vetur gengur í garð. Það var fjör á strákunum þegar ljósmyndari hitti þá enda nóg að gera. Á myndinni er Haukur Berg Guðmundsson starfsmaður Vegagerðarinnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir