Ljósm. úr safni/ kgk.

88 smit og nýgengi aldrei hærra

Alls greindust 88 ný innanlandssmit kórónuveirunnar í gær, þrátt fyrir að mun færri sýni hafi verið tekin í gær en í fyrradag. Í gær voru tekin 1.815 sýni en þau voru 3.129 á mánudaginn. Helmingur þeirra sem greindist með Covid-19 smit í gær var í sóttkví við greiningu.

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smita undanfarna 14 daga á hverja hundrað þúsund íbúa, er nú 268,9 og hefur aldrei verið hærra hér á landi. Áður var það hæst í byrjun apríl þegar það var 267,2. Í gær var nýgengið 254 og hækkar því lítillega milli daga.

Í dag eru 1.132 í einangrun á landinu og hafa aldrei verið fleiri. 3.409 eru í sóttkví, 24 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mottumars er hafinn

Átaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars, var formlega hrundið af stað síðastliðinn föstudag. Átakið snýst um, eins og landsmenn þekkja, krabbamein í körlum.... Lesa meira