Ljósm. úr safni/ þa.

Varað við stormi á Snæfellsnesi

Gefin hefur verið út gul viðvörun á Breiðafirði vegna hvassviðris seinna í dag, milli 14:00 og 19:00. Spáð er suðaustan 15-23 m/s á norðanverðu Snæfellsnesi, með hviðum allt að 40 m/s. Hættuleg akstursskilyrði geta skapast.

Annars staðar vaxandi suðaustlæg átt, 8-15 m/s, en hægari vindur og bjart fyrir norðan. Seint í kvöld fer að rigna vestan til á landinu og svo enn frekar á morgun þegar búast má við 10-15 m/s og rigningu um allt landið vestanvert. „Síðar styttir upp en lægir líklega ekki fyrr en á fimmtudagsmorgun. Áfram önnur saga hinum megin á landinu í björtu veðri og fremur hægum suðlægum áttum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Líkar þetta

Fleiri fréttir