Guðmundur Sigurðsson og Ólafur Þórðarson frá Bifreiðastöð ÞÞÞ við nýja vél. Ljósm. Hilmar Sigvaldason.

Nýjar keiluvélar í keilusalinn við Vesturgötu

Guðmundur Sigurðsson hjá Keilufélagi Akraness var önnum kafinn í dag við að koma nýjum keiluvélum fyrir í sal félagsins við Vesturgötu í gær.  Að sögn Guðmundar eru vélarnar frá framleiðandanum AMF og eru samskonar og vélarnar sem eru í Egilshöll.  Þær eru þó heldur færri á Akranesi eða þrjár á móti 22 í Egilshöll en þar sem aðeins tveir keilusalir séu á landinu bendir Guðmundur á að keilusalurinn á Akranesi sé annar stærsti salurinn á landinu. Stærð salarins jafngildi 4-5 holu golfvelli svo notuð séu hans orð. Guðmundur segir Keilufélagið lengi hafa leitast við að komast í stærra húsnæði en ekki hafi orðið af því enn.

Nýju keiluvélarnar koma frá Ameríku í gegnum Svíþjóð. Guðmundur segir að um algera byltingu verði að ræða, munurinn sé svipaður og á 1968 módelinu af blöðruskóda og nýjum Skóda. Guðmundur lét þó í ljós áhyggjur af því að hann myndi sennilega hlaupa í spik því hann þarf ekki lengur sífellt að hlaupa á bak við vélarnar til að gera við.

Á döfinni er að halda hópa- og fyrirtækjamót á Akranesi. Síðast þegar slíkt mót var haldið voru keppnishóparnir 36. Ljóst er að slíkt mót verður ekki haldið á næstunni en þegar Covid verður yfirstaðið mun Keilufélagið ekki bíða boðanna heldur blása til leiks.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira