Leggja til að lífeyrisgreiðslur verði skattlagðar strax

Flokkur fólksins hefur endurflutt þingsályktunartillögu um staðgreiðslu við innborgun í lífeyrissjóði, en málið komst ekki á dagskrá síðasta þings. „Lagt er til að í stað þess að staðgreiðsla tekjuskatts fari fram við útgreiðslu lífeyrissparnaðar þá fari hún fram þegar iðgjald og mótframlag er greitt inn í lífeyrissjóð. Einnig er lagt til að þeim fjármunum sem breytt fyrirkomulag skilar verði varið í þágu aukinnar velferðar,“ segir í tilkynningu frá Flokki fólksins. „Þessi aðgerð myndi auka tekjur ríkissjóðs um tugi milljarða án þess að skerða með nokkru ráðstöfunartekjur almennings. Þannig mætti gera ríkissjóði kleift að ráðast í frekari aðgerðir í þágu fátæks fólks sem verður hvað verst fyrir efnahagslegum áhrifum Covid-19,“ segir í greinargerð með tillögunni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir