
Fækkar í sóttkví og einangrun á Vesturlandi
Í dag, þriðjudaginn 13. október, eru 18 manns í einangrun með Covid-19 á Vesturlandi og fækkar um tvo frá því sólarhringnum áður. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem Lögreglan á Vesturlandi birti nú rétt í þessu. Flestir eru í einangrun á Akranesi eða tíu manns, fjórir í Grundarfirði, þrír í Stykkishólmi og einn í Borgarnesi. Enginn er í einangrun í Ólafsvík eða í Búðardal.
Einstaklingum í sóttkví fækkar um sex frá því í gær og eru nú 33. Flestir sæta sóttkví á Akranesi, eða 29, en annars staðar eru þeir mjög fáir eða engir. Tveir sæta sóttkví á Grundarfirði, einn í Stykkishólmi og einn í Borgarnesi. Enginn er í sóttkví í Ólafsvík eða í Búðardal.