
83 innanlandssmit
Í gær greindust 83 með kórónaveiruna hér innanlands. Af þeim voru 49 í sóttkví við greiningu en 34 ekki. Þrjú smit greindust á landamærunum.
Í dag eru 1.071 í einangrun með Covid-19 og hefur fjölgað um 49 frá því í gær. Þá eru 3.436 manns í sóttkví, en voru 4.296 í gær.
22 liggja inni á sjúkrahúsi með Covid-19 sjúkdóminn, þar af þrír á gjörgæslu.