Stroksýni tekið úr hálsi. Ljósm. úr safni/ kgk.

Tuttugu í einangrun á Vesturlandi

Tveir tugir fólks eru nú í einangrun með Covid-19 í landshlutanum, að því er fram kemur í nýjum tölum sem Lögreglan á Vesturlandi birti nú í hádeginu. Flestir eru í einangrun á Akranesi, eða tólf manns, en fjórir í Grundarfirði, þrír í Stykkishólmi og einn í Borgarnesi.

Alls sæta 39 sóttkví í landshlutanum, þar af 32 á Akranesi en þrír í Borgarnesi, tveir í Grundarfirði og tveir í Stykkishólmi. Enginn er í engangrun eða sóttkví á svæði heilsugæslunnar í Búðardal eða Ólafsvík.

Líkar þetta

Fleiri fréttir